Ég heiti Matthildur og hef brennandi áhuga á réttindum hunda og hundaeigenda á höfuðborgarsvæðinu. Það er mín skoðun að lagaumhverfi gagnvart hundaeign og viðhorf almennings sé mjög neikvæð og að það þurfi að breyta. Eftir að hafa rausað um þetta við sjálfa mig og þá sem mér eru nærri í langan tíma hef ég ákveðið að ekkert gerist á þann hátt.
Þetta blogg er stofnað til þess að vekja upp vitund um hundamenningu, sjá samanburð við önnur lönd og velta upp spurningum um hvað sé hægt að gera til þess að bæta það umhverfi sem við hundaeigendur lifum í hér á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi.
Þrátt fyrir að þetta blogg sé í mínu nafni hef ég áhuga á að fá skoðanir annarra og endilega deila myndum af hundum bæði hér og erlendis með eigendum sínum í borgum. Ég vil endilega fá hugmyndir, fá upplýsingar um hundvæna staði og allt sem tengist hundahaldi í Reykjavík.
Með samstilltu átaki er hægt að efla hundamenninguna hér á landi, á því hef ég ekki nokkurn vafa um.
Hundurinn minn hún Bella