Friday, November 16, 2012

Hundagerði í Reykavík

Þá eru hundagerðin sem kosið var um í betri Reykjavík farin að rísa á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar virðist einhver brotalöm hafa verið varðandi frágang þar sem að gerðið við BSÍ er gjörsamlega ónothæft eins og er þar sem að það eru stórar rifur undir girðinguna allan hringinn. Ekki alveg nógu vel gert svona umhverfis margar mjög stórar umferðargötur.


Dog Park - Reykjavik Style

Það er þó bót í máli að Reykjavíkurborg hefur fengið athugasemd og segjast ætla að láta laga þetta. Vonandi verða gerðin nothæf sem fyrst.

Tekið skal fram að óvíst er að þessu sinni um frágang á gerðunum við Breiðholt og Laugardal.

Friday, August 31, 2012

Fjölgun hunda

Samkvæmt frétt á Vísi hefur hundum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um helming á aðeins sex árum. Það hlýtur að þýða talsvert mikla aukningu á heildarupphæð hundaleyfisgjalda. Er ekki sjálfsögð krafa okkar hundaeigenda að með auknum fjölda hunda sé aukið við þjónustu hundaeigenda sem búa á höfuðborgarsvæðinu?

http://visir.is/hundum-fjolgad-um-helming-a-sex-arum/article/2012708319913

Ég vil benda áhugasömum á að skrá sig í Félag ábyrgra hundaeigenda sem hefur það meðal annars að markmiði að bæta aðstöðu og réttindamál hunda og hundaeigenda.

Hér má skrá sig í félagið, auk þess má finna það á Facebook undir Félag ábyrgra hundaeigenda. Eftir smá sumardvala er von á að félagið taki við sér með haustinu.


Sunday, December 25, 2011

Aðventan

Ég vona að fólk hafi verið duglegt að heimsækja gæludýr.is í aðdraganda jólanna og fá hjá þeim jólagjöf fyrir hundana sína eins og þeir auglýstu. Flott framtak og skemmtilegt að kíkja með hvutta í verslunarferð svona fyrir jólin.

Saturday, December 17, 2011

Að bæta hundamenningu Íslendinga

Ég heiti Matthildur og hef brennandi áhuga á réttindum hunda og hundaeigenda á höfuðborgarsvæðinu. Það er mín skoðun að lagaumhverfi gagnvart hundaeign og viðhorf almennings sé mjög neikvæð og að það þurfi að breyta. Eftir að hafa rausað um þetta við sjálfa mig og þá sem mér eru nærri í langan tíma hef ég ákveðið að ekkert gerist á þann hátt.

Þetta blogg er stofnað til þess að vekja upp vitund um hundamenningu, sjá samanburð við önnur lönd og velta upp spurningum um hvað sé hægt að gera til þess að bæta það umhverfi sem við hundaeigendur lifum í hér á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi.

Þrátt fyrir að þetta blogg sé í mínu nafni hef ég áhuga á að fá skoðanir annarra og endilega deila myndum af hundum bæði hér og erlendis með eigendum sínum í borgum. Ég vil endilega fá hugmyndir, fá upplýsingar um hundvæna staði og allt sem tengist hundahaldi í Reykjavík.

Með samstilltu átaki er hægt að efla hundamenninguna hér á landi, á því hef ég ekki nokkurn vafa um.

Hundurinn minn hún Bella