Friday, November 16, 2012

Hundagerði í Reykavík

Þá eru hundagerðin sem kosið var um í betri Reykjavík farin að rísa á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar virðist einhver brotalöm hafa verið varðandi frágang þar sem að gerðið við BSÍ er gjörsamlega ónothæft eins og er þar sem að það eru stórar rifur undir girðinguna allan hringinn. Ekki alveg nógu vel gert svona umhverfis margar mjög stórar umferðargötur.


Dog Park - Reykjavik Style

Það er þó bót í máli að Reykjavíkurborg hefur fengið athugasemd og segjast ætla að láta laga þetta. Vonandi verða gerðin nothæf sem fyrst.

Tekið skal fram að óvíst er að þessu sinni um frágang á gerðunum við Breiðholt og Laugardal.

Friday, August 31, 2012

Fjölgun hunda

Samkvæmt frétt á Vísi hefur hundum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um helming á aðeins sex árum. Það hlýtur að þýða talsvert mikla aukningu á heildarupphæð hundaleyfisgjalda. Er ekki sjálfsögð krafa okkar hundaeigenda að með auknum fjölda hunda sé aukið við þjónustu hundaeigenda sem búa á höfuðborgarsvæðinu?

http://visir.is/hundum-fjolgad-um-helming-a-sex-arum/article/2012708319913

Ég vil benda áhugasömum á að skrá sig í Félag ábyrgra hundaeigenda sem hefur það meðal annars að markmiði að bæta aðstöðu og réttindamál hunda og hundaeigenda.

Hér má skrá sig í félagið, auk þess má finna það á Facebook undir Félag ábyrgra hundaeigenda. Eftir smá sumardvala er von á að félagið taki við sér með haustinu.