Friday, August 31, 2012

Fjölgun hunda

Samkvæmt frétt á Vísi hefur hundum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um helming á aðeins sex árum. Það hlýtur að þýða talsvert mikla aukningu á heildarupphæð hundaleyfisgjalda. Er ekki sjálfsögð krafa okkar hundaeigenda að með auknum fjölda hunda sé aukið við þjónustu hundaeigenda sem búa á höfuðborgarsvæðinu?

http://visir.is/hundum-fjolgad-um-helming-a-sex-arum/article/2012708319913

Ég vil benda áhugasömum á að skrá sig í Félag ábyrgra hundaeigenda sem hefur það meðal annars að markmiði að bæta aðstöðu og réttindamál hunda og hundaeigenda.

Hér má skrá sig í félagið, auk þess má finna það á Facebook undir Félag ábyrgra hundaeigenda. Eftir smá sumardvala er von á að félagið taki við sér með haustinu.


No comments:

Post a Comment